Fræðsla & upplýsingar um stam

Velkomin!

Stamfélag Íslands

Á bak við Stamfélagið starfar hópur sjálfboðaliða sem vinnur að því að vekja athygli og stuðla að umræðu um stam.
Ef þú hefur áhuga að ganga í félagið, sendu okkur línu.

Lífið með stami

Hvað er stam?

Upplýsingar og fróðleikur
Stamfélagið kynnir

Stamvarpið

Spjall um lífið, tilveruna og stam

Fréttir, greinar & viðburðir

Um hvað erum við

Tilgangur Stamfélags Íslands

Stamfélagið er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem stama en öðrum er frjálst að sækja um aðild, hvort sem það eru vinir, ættingjar, kennarar, talmeinafræðingar eða aðrir áhugasamir.

Markmið félagsins er að standa vörð um hagsmuni þeirra sem stama og auka þekkingu. Félaginu er umhugað að efla kynni milli þeirra sem stama, sérstaklega barna. Félagið vill einnig að stam verði sýnilegra í fjölmiðlum og á öðrum opinberum vettvangi.

Staðreynd
Um 1% vesturlandabúa stama, það eru um 3.000 Íslendingar.
Staðreynd
Stam er algengara meðal drengja en stúlkna. Munurinn vex með aldri.

Hvað er stam?

Stam er dæmi um það hvernig fólk getur talað á ólíkan hátt. Stam er ekki alltaf augljóst.

Hvað veldur stami?

Rannsóknir sýna að það er örlítill munur á því hvernig heilinn virkar hjá fólki sem stamar.

Dulið stam

Sumt fólk sem stamar leggur mikið á sig til að forðast að stama fyrir framan aðra.

Er til lækning við stami?

Það eru til leiðir til að hjálpa fólki að stjórna staminu sínu og læra að tala á auðveldari hátt.

Scroll to Top