Lífið með stami

Hvað er stam?

Það er kallað stam, þegar talsverð spenna fylgir máltjáningu, sama orðið eða atkvæðið er endurtekið oft, hljóðin eru lengd, eða að viðkomandi festist og kemur engu út í nokkurn tíma. Þá er oft gripið til þess ráðs að geifla sig og gretta eða kippa til höfði og öðrum líkamspörtum eins og til að rykkja í gang.

Þegar svona er komið finnst flestum óþægilegt eða erfitt að tala við þann sem stamar. Stundum líður áheyrandanum miklu verr en þeim sem stamar. Viðmælandinn veit ekki hvernig hann á að haga sér. Fyrir þann sem stamar er best að viðmælandinn gefi sér tíma til að hlusta á hvað hann er að segja.

Skoðaðu síðurnar hér til hliðar til að fá meiri upplýsingar um stam.

Saman virkjum við styrkleika þína.
Félagsmenn njóta niðurgreiðslu námskeiða á vegum KVAN.

Nýjustu fréttir

Staðreyndir um stam

Um 1% vesturlandabúa stama, það eru um 3.000 Íslendingar.
4-5% stama einhvern tíma í æsku.
Stam er algengara meðal drengja en stúlkna. Munurinn vex með aldri.
Fólk stamar yfirleitt ekki þegar það syngur.

Um hvað erum við

Tilgangur Málbjargar

  • Að standa fyrir fræðslu um stam hjá öllum sem heyra vilja, t.d. í skólum og leikskólum á Lionsfundum og Rotaryfundum. – Ef óskað er eftir fræðslu, hafið samband við félagið.
  • Að hvetja foreldra til að láta talmeinafræðing meta stam áður en það er orðið að vandamáli.
  • Að efla kynni milli þeirra sem stama, sérstaklega barna.
  • Hvetja þá sem stama til að tala. Gera stam sýnilegra og að minna feimnismáli.
Á bak við Málbjörg starfar hópur sjálfboðaliða sem vinnur að því að vekja athygli og stuðla að umræðu um stam.