Aðalfundur 31. maí 2021

0 Athugasemd
13 Skoðanir

Kæru félagar og velunnarar.

Boðað er til aðalfundar þann 31. maí kl 18. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel (Salur: Gallerí), Sigtún 28.

Veitingar verða í boði.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  3. Lagabreytingar.
  4. Ákvörðun félagsgjalda.
  5. Kosning formanns, annarra stjórnarmanna og endurskoðenda.
  6. Félagsstarfið næsta starfsár, þar á meðal barnastarf.
  7. Önnur mál

Við erum að leita að fólki í stjórn en það er afar spennandi ár framundan. Málbjörg verður 30 ára 10. október.
Framboð til stjórnar Málbjargar berist á malbjorg@stam.is, eða beint til fundarstjóra á aðalfundi.

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest!

Bestu kveðjur fyrir hönd stjórnar,
Sigríður Fossberg Thorlacius
Formaður Málbjargar


Settu inn athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.