Heimsráðstefna um stam, Hveragerði 2019.

Heimsráðstefna um stam, Hveragerði 2019.

Framundan er þrettánda heimsráðstefnan um stam 23.-27. júní næstkomandi á Hótel Örk í Hveragerði. Málbjörg hvetur sem flesta til að sækja þessa ráðstefnu en þær eru jafnan haldnar á þriggja ára fresti.

Þema ráðstefnunnar er Embrace your stutter upp á enskuna og er dagskráin góð blanda af fræðandi, skemmtilegum og gagnvirkum erindum og vinnustofum. Einnig verður lögð rík áhersla á félagslega þáttinn með ýmsum ferðum og kvöldskemmtunum.

Jóhanna Thelma Einarsdóttir, dósent í talmeinafræði og leiðandi í rannsóknum á stami hérlendis, mun halda eitt af þremur stærstu erindum ráðstefnunnar sem er mikill heiður fyrir okkur í Málbjörgu. Tvær aðrar konur munu halda stór erindi á ráðstefnunni en það eru þær Nina G, bandarískur rithöfundur, ráðgjafi og síðast en ekki síst uppistandari. Þriðja ræðukonan er Anita Blom sem er búsett í Svíþjóð og hefur starfað innan menntageirans um árabil. Hún er vel þekkt meðal þeirra sem stama en hún komið að skipulagningu og framkvæmd ótal vinnustofa og ráðstefna í Svíþjóð, Hollandi og víðar og setið í stjórn evrópskra sem og alþjóðlegra stamstamtaka. Fyrir nánari upplýsingar smellið hér.

Auk erinda þessara þriggja kvenna verða fjölmörg önnur erindi og vinnustofur en hægt er að skoða dagskrána nánar hér.

Málbjörg styrkir skráða félaga sína að fullu til að sækja ráðstefnuna og hátíðarkvöldverð hennar (Gala dinner) sem fer fram á miðvikudagskvöldinu, en nauðsynlegt er að skrá sig á heimasíðu ráðstefnunnar, hér. Þegar valin er greiðsluleið skal velja „direct transfer“ og bókunin ykkar verður staðfest.

Þau sem hyggjast einungis sækja hluta ráðstefnunnar mega gjarnan láta okkur vita hvaða daga þið munduð vilja vera.

Á mánudeginum 24. júní verður boðið upp á ýmisskonar ferðar sem hægt er að skrá sig í. Málbjörg styrkir þó ekki kostnað við þessar ferðir. Vinsamlegast bókið ykkur í þessar ferðir í annarri bókun en þegar þið bókið ykkur á ráðstefnuna og Gala dinnerinn.

Það fara rútur frá Reykjavík til Hveragerðis og aftur tilbaka eftir ráðstefnuna en hægt er að skrá sig í rútu neðst á þessari síðu.
Málbjörg styrkir félaga að fullu til að fara í þessar rútur en við skráningu er aftur valið „direct transfer“.

Málbjörg vill einnig styrkja félaga sem eru að sækja ráðstefnuna af landsbyggðinni, svo sendið okkur póst á malbjorg@gmail.com og við finnum útúr því í sameiningu.

Boðið er upp á afsláttarkóða á Hótel Örk fyrir ráðstefnugesti. Leiðbeiningar hvernig skal nýta hann og bóka sig á hótelið má finna hér.

Greitt er við komu á hótelið en Málbjörg styrkir félaga um 75% af gistikostnaði ráðstefnunnar gegn greiðslukvittun.

Fyrir þá sem eiga eftir að skrá sig í Málbjörgu, svarið þessum pósti eða sendið okkur línu á malbjorg@gmail.com með fullu nafni, kennitölu, heimilsfangi og netfangi.

Allar fyrirspurnir vegna ráðstefnunnar skulu sendast á netfangið info@iceland2019.com.

Scroll to Top