Business and entrepreneurship symposium. Female speaker giving a talk at business meeting. Audience in conference hall. Rear view of unrecognized participant in audience.

Viltu virkja eigin styrk?

 

Málbjörg, félag um stam, og KVAN eiga það sameiginlegt að vilja hjálpa fólki að virkja eigin styrkleika. Þess vegna er sérstaklega ánægjulegt að tilkynna að nú geta allir stamfélagar Málbjargar sótt námskeið á vegum KVAN á aðeins 10.000 kr.

Hjá KVAN er hægt að nálgast fjöldann allan af námskeiðum sem miða að því að byggja upp og efla styrkleika þátttakenda.

Ferlið er nokkuð einfalt. Þú ferð inn á vef KVAN, kvan.is, og skoðar úrval námskeiða. Þegar þú hefur fundið námskeið sem þér líst vel á sendirðu okkur tölvupóst á malbjorg@stam.is eða hringir í síma 849 5544. Við sendum þér svo afsláttarkóða sem þú getur notað á vef KVAN.

Ef þú ert ekki félagi Málbjargar nú þegar er lítið mál að skrá sig. Það eina sem þú þarft að gera er að láta okkur vita þegar þú hefur samband og við skráum þig í hópinn.

Saman virkjum við styrkleika þína!

 

KVAN