Málbjörg sýnir When I Stutter

Í tilefni af alþjóðlegum upplýsingadegi um stam mun Málbjörg standa fyrir sýningu á When I Stutter sem er margverðlaunuð heimildamynd en hún sýnir hvað stam hefur miklar tilfinningalegar afleiðingar fyrir ólíka hópa fólks.

Leikstjóri myndarinnar og höfundur, John Gomez og Scott Palasik meðhöfundur verða sérlegir gestir og munu eftir myndina vera með pallborðsumræður og Q&A.

Myndin verður aðeins sýnd í þetta eina skipti og er aðgangur ókeypis.

Stikla: https://vimeo.com/150137350

Tegund: Heimildamynd
Leikstjóri: John Gomez
Ár: 2017
Lengd: 67 mín.
Land: Bandaríkin
Sýnd: 27. október 2018
Tími: 20.00
Staður: Bíó Paradís
Tungumál: Enska