Þegar Ólíver talar

Þegar Ólíver talar!

Við kynnum með stolti bókina “Þegar Ólíver talar!” eftir mæðginin Kimberly Garvin og Saadiq Wicks.

Þegar Ólíver talar!Bókin, sem gefin er út af félaginu Málbjörgu, er hjartnæm saga um ungan dreng sem á í erfiðleikum með að vinna bug á staminu á sama tíma og hann finnur kjarkinn til að sætta sig við það.

“Þegar Ólíver talar!” er saga lítilmagnans sem lærir að rísa upp og er byggð á persónulegri reynslu Saadiq Wicks sem hefur stamað frá því hann byrjaði að tala.

Bókin veitir áhrifamikla innsýn inn í reynsluheim þeirra 4-5% barna sem stama og þær áskoranir sem þau geta mætt.

Til að auka meðvitund um stam ætlar Málbjörg að gefa öllum leik- og grunnskólum Íslands eintak af bókinni.

Hægt er að nálgast bókina á eftirfarandi tengli:
https://bokabeitan.is/products/thegar-oliver-talar