Málbjörg
  • Leit
  • Menu Canvas
    • Heim
    • Um stam
      • Stam í fjölskyldum
      • Stam fullorðinna
      • Stam lítilla barna
      • Stam skólabarna
      • Stamar þú?
    • Upplýsingar
      • Meðferðir við stami
      • Hagnýt ráð
      • Algengar spurningar
    • Fréttir & Greinar
    • Viðburðir
    • Málbjörg
    • Hafa samband
Málbjörg
  • Heim
  • Um stam
    • Stam í fjölskyldum
    • Stam fullorðinna
    • Stam lítilla barna
    • Stam skólabarna
    • Stamar þú?
  • Upplýsingar
    • Algengar spurningar
    • Talmeinafræðingar
  • Fréttir & Greinar
  • Málbjörg
  • Hafa samband

Stam fullorðinna

Heim Um stam Stam fullorðinna

Stam fullorðinna

Það er mjög sjaldgæft að fólk byrji að stama eftir kynþroska, þess eru þó dæmi. Einstaka byrja að stama við tímabundið álag eða sálræna erfiðleika. Einnig getur fólk byrjað að stama í kjölfar taugasjúkdóma, t.d. parkinson eða í kjölfar heilablóðfalls. Í þessum tilvikum ætti að leita til talmeinafræðings.

Flestir sem stama á fullorðinsaldri þurfa að glíma við stamið það sem eftir er. Þó er algengt að fólk nái nokkrum tökum sjálft á talinu. Mikilvægt er að láta stamið ekki ráða ferðinni varðandi starfsval, heldur ættu áhugi og aðrir hæfileikar að vega þyngra.

Í meðferð hjá talmeinafræðingum eru tvenns konar aðferðir notaðar. Annars vegar eru það meðferðir sem byggjast á að ná betri talleikni. Hins vegar að sætta sig við að stam er til staðar og vinna með spennu í talfærum og öðru sem fylgir staminu, svo sem ótta og kvíða.

Flest allir reyna að samtvinna þessar meðferðir. Ekki hafa enn fundist lyf sem lækna eða bæta stamið.

Um Stam

  • Stamar þú?
  • Stam skólabarna
  • Stam lítilla barna
  • Stam fullorðinna
  • Stam í fjölskyldum

Flýtileiðir

  • Hvað er stam?
  • Af hverju stama ég?
  • Hvað er til ráða?
  • Hverjir stama?
  • Um Stam.is
  • Skráning í félagið
  • Hafa samband
Málbjörg
Málbjörg - Félag um stam á Íslandi

Stam.is er upplýsingavefur um stam sem er unninn og haldið uppi af Málbjörg.

Málbjörg er fyrir fólk sem stamar og aðstandendur þeirra. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu um stam og vera vettvangur fyrir sjálfshjálp.
Lestu nánar um okkur.

©2020 stam.is - Allur réttur áskilinn
LeitaFréttirInnskráning
Fimmtudagur, 22, okt
Ávarp formanns, ISAD 2020 – Alþjóðlegum vitundarvakningardegi um stam
Miðvikudagur, 1, maí
Heimsráðstefna um stam, Hveragerði 2019.
Þriðjudagur, 23, apr
Rannsókn: Félagskvíði, ótti við neikvætt mat annara og öryggishegðun þeirra sem stama og stama ekki
Mánudagur, 27, ágú
Málbjörg sýnir When I Stutter

Welcome back,