Málbjörg
  • Leit
  • Menu Canvas
    • Heim
    • Um stam
      • Stam í fjölskyldum
      • Stam fullorðinna
      • Stam lítilla barna
      • Stam skólabarna
      • Stamar þú?
    • Upplýsingar
      • Meðferðir við stami
      • Hagnýt ráð
      • Algengar spurningar
    • Fréttir & Greinar
    • Viðburðir
    • Málbjörg
    • Hafa samband
Málbjörg
  • Heim
  • Um stam
    • Stam í fjölskyldum
    • Stam fullorðinna
    • Stam lítilla barna
    • Stam skólabarna
    • Stamar þú?
  • Upplýsingar
    • Algengar spurningar
    • Talmeinafræðingar
  • Fréttir & Greinar
  • Málbjörg
  • Hafa samband

Stam lítilla barna

Heim Um stam Stam lítilla barna

Stam leikskólabarna

Það er ekki eðlilegur þáttur máltökunnar að stama. Það er algengur misskilningur að öll smábörn stami, en svo er ekki.

Yfirleitt byrjar stam milli 2 og 7 ára aldurs og um 98 % af þeim sem stama hafa byrjað fyrir 10 ára aldur. Áður var talið að stamið þróaðist smátt og smátt, byrjaði með eðlilegu hökti sem þróaðist síðan út í stam. Fjöldinn allur af kenningum um stam er byggður á þessari trú.

Nýrri rannsóknir sýna hins vegar að stam þróast ekki á þennan hátt. Í rannsókn Yairi og Lewis 1984 sýndu þeir fram á að þegar forskólabörn (2-4 ára) byrjuðu að stama stömuðu þau mjög mikið eða um 21 af 100 atkvæðum og fór stamið síðan minnkandi. Yairi sýndi ennfremur fram á að að um 65% af börnunum hættu að stama á fyrstu tveimur árunum og um 85% voru hætt innan nokkurra ára án meðferðar. Flestir innan 14 mánaða frá því að þau byrjuðu að stama. Stúlkur hættu einnig frekar að stama en drengir.

Hjá ungum börnum stama um það bil tveir drengir á móti einni stúlku en við fullorðinsaldur eru um það bil 5 karla á móti hverri konu. Ný rannsókn á börnum á Borgundarhólmi í Danmörku, gaf til kynna að um 18% 3 ára barna þar ætti það til að hökta eða stama. Hjá langflestum hættir stamið innan fárra daga eða mánuða. Samkvæmt skilgreiningu ICD 10 sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur út er ekki talað um stam hjá ungum börnum nema það hafi varað í að minnsta kosti 3 mánuði.

Síðustu ár hefur verið lögð vaxandi áhersla á að veita ungum börnum meðferð við stami og hafa þær meðferðir lofað mjög góðu og skilað miklum árangri. Lögð hefur verið áhersla á að leiðbeina foreldrum hvernig best sé að takast á við stam barnsins. Atferlismótandi meðferðir hafa gefið mjög góða raun hjá ungum börnum. Ef barnið hefur stamað samfellt í meira en 6 mánuði er nauðsynlegt að leita ráða hjá talmeinafræðingi og láta meta hvort höktið sé eðlilegt eða ekki.

Um Stam

  • Stamar þú?
  • Stam skólabarna
  • Stam lítilla barna
  • Stam fullorðinna
  • Stam í fjölskyldum

Flýtileiðir

  • Hvað er stam?
  • Af hverju stama ég?
  • Hvað er til ráða?
  • Hverjir stama?
  • Um Stam.is
  • Skráning í félagið
  • Hafa samband
Málbjörg
Málbjörg - Félag um stam á Íslandi

Stam.is er upplýsingavefur um stam sem er unninn og haldið uppi af Málbjörg.

Málbjörg er fyrir fólk sem stamar og aðstandendur þeirra. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu um stam og vera vettvangur fyrir sjálfshjálp.
Lestu nánar um okkur.

©2022 stam.is - Allur réttur áskilinn
LeitaFréttirInnskráning
Miðvikudagur, 26, maí
Aðalfundur 31. maí 2021
Fimmtudagur, 22, okt
Ávarp formanns, ISAD 2020 – Alþjóðlegum vitundarvakningardegi um stam
Miðvikudagur, 1, maí
Heimsráðstefna um stam, Hveragerði 2019.
Þriðjudagur, 23, apr
Rannsókn: Félagskvíði, ótti við neikvætt mat annara og öryggishegðun þeirra sem stama og stama ekki
Mánudagur, 27, ágú
Málbjörg sýnir When I Stutter

Welcome back,