Málbjörg
  • Leit
  • Menu Canvas
    • Heim
    • Um stam
      • Stam í fjölskyldum
      • Stam fullorðinna
      • Stam lítilla barna
      • Stam skólabarna
      • Stamar þú?
    • Upplýsingar
      • Meðferðir við stami
      • Hagnýt ráð
      • Algengar spurningar
    • Fréttir & Greinar
    • Viðburðir
    • Málbjörg
    • Hafa samband
Málbjörg
  • Heim
  • Um stam
    • Stam í fjölskyldum
    • Stam fullorðinna
    • Stam lítilla barna
    • Stam skólabarna
    • Stamar þú?
  • Upplýsingar
    • Algengar spurningar
    • Talmeinafræðingar
  • Fréttir & Greinar
  • Málbjörg
  • Hafa samband

Stamar þú?

Heim Um stam Stamar þú?

Stamar þú?

Þó að flestir telji sig vita hvað stam er, hefur það torveldað allar rannsóknir á stami að fræðimenn hafa ekki getað komið sér saman um eina samræmda skilgreiningu á því. Megineinkennin eru erfiðleikar við að tjá sig áreynslulaust og ósjálfrátt í samræðum við aðra.

Talið er höktandi, endurtekningar á orðum, atkvæðum og hljóðum auk lenginga ákveðinna hljóða og festinga talfæra í ákveðinni stöðu, þannig að jafnvel ekkert hljóð heyrist.

Leikmenn telja það stundum stam sem sérfræðingar í stami telja ekki svo vera. þessu getur einnig verið öfugt farið þannig að fólk telji að viðkomandi stami ekki þó að um greinilegt stam sé að ræða að mati sérfræðinga.

Oft er stami ruglað við tafs (cluttering) eða aðra erfiðleika í framburði eða máli. Algengast er að misgreina börn á forskólaaldri og rugla stami við eðlilegt hökt, sem er algengt hjá ungum börnum. Stam er mjög aðstæðubundið, breytilegt og mikill dagamunur getur verið á fólki. Stam getur komið og farið.

Algengt er að þeir sem stama eigi erfitt með að tala í síma og leggi á sig langar ferðir til að sleppa við símann.

Stamið er ekki bara talvandamál, heldur einnig samskiptavandamál. Oft reynir sá sem stamar að skipta út ákveðnum erfiðum orðum með öðrum auðveldari, forðast ákveðnar aðstæður eða í versta falli að forðast að tala yfirleitt. Þetta getur leitt til félagslegrar einangrunar, skorts á sjálfsáliti og sektarkennd.

Stami er oft líkt við ísjaka, en einungis tíundi hluti hans stendur upp úr vatninu, því það er einungis lítill hluti stamsins sem er merkjanlegur.

Um Stam

  • Stamar þú?
  • Stam skólabarna
  • Stam lítilla barna
  • Stam fullorðinna
  • Stam í fjölskyldum

Flýtileiðir

  • Hvað er stam?
  • Af hverju stama ég?
  • Hvað er til ráða?
  • Hverjir stama?
  • Um Stam.is
  • Skráning í félagið
  • Hafa samband
Málbjörg
Málbjörg - Félag um stam á Íslandi

Stam.is er upplýsingavefur um stam sem er unninn og haldið uppi af Málbjörg.

Málbjörg er fyrir fólk sem stamar og aðstandendur þeirra. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu um stam og vera vettvangur fyrir sjálfshjálp.
Lestu nánar um okkur.

©2022 stam.is - Allur réttur áskilinn
LeitaFréttirInnskráning
Miðvikudagur, 26, maí
Aðalfundur 31. maí 2021
Fimmtudagur, 22, okt
Ávarp formanns, ISAD 2020 – Alþjóðlegum vitundarvakningardegi um stam
Miðvikudagur, 1, maí
Heimsráðstefna um stam, Hveragerði 2019.
Þriðjudagur, 23, apr
Rannsókn: Félagskvíði, ótti við neikvætt mat annara og öryggishegðun þeirra sem stama og stama ekki
Mánudagur, 27, ágú
Málbjörg sýnir When I Stutter

Welcome back,