Stam er dæmi um það hvernig fólk getur talað á ólíkan hátt.
En hvað veldur stami hjá börnum og fullorðnum?
Þetta er það sem við vitum í dag.
Það finnast vísbendingar víða í sögunni um að fólk hafi stamað. En það er bara nýlega sem við erum farin að komast að því hvað veldur því að fólk stamar. Við vitum ekki allt enn, en við vitum samt ýmislegt.
Mýtur um stam
Við skulum byrja á því að koma nokkrum lygum og ranghugmyndum úr vegi.
Við vitum að fólk stamar ekki vegna þess að:
- það er kvíðið eða stressað.
- það er með ákveðna persónuleikategund eða greind.
Þessu hefur verið haldið fram um fólk sem stamar frá upphafi alda. En þetta er ekki satt.
Hvers vegna byrjar þetta þá?
Algengasta orsök stams
Stam byrjar venjulega hjá ungum börnum á aldrinum 2 til 5 ára. Á þessu tímabili ganga börn í gegnum örar breytingar á tal- og málþroska.
Við köllum þetta „þroskastam“.
Sum börn byrja að stama þegar þau eru eldri. Þetta gæti verið vegna þess að tungumálið verður flóknara. Til dæmis verða setningar lengri og málfræðin flóknari.
Hvers vegna gerist þetta?
Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna stam byrjar. En rannsóknir sýna að það er örlítill munur á því hvernig heilinn virkar hjá fólki sem stamar.
Við vitum að stam hefur oft erfðafræðilega tengingu, sem þýðir að það getur komið fyrir í fjölskyldum. Um 60% fólks sem stamar á fjölskyldumeðlim sem stamar eða stamaði einu sinni.
Ekki kenna sjálfri/sjálfum þér um
Við vitum að börn byrja ekki að stama vegna þess að:
- þau voru skömmuð.
- nýtt systkini bættist við í fjölskylduna.
- foreldrar þeirra skildu.
Svo ekki ásaka sjálfa/n þig. Ekkert sem þú hefur gert sem foreldri eða forráðamaður hefur valdið staminu.
Ef barn byrjar að stama um svipað leyti og atburðir sem þessir, þá er það tilviljun. Við vitum þetta vegna þeirra niðurstaðna sem nefndar eru hér að ofan.
Hvað annað vitum við?
Um það bil jafnmargir strákar og stelpur byrja að stama, eða um tveir strákar á móti hverri stelpu.
Hins vegar eru stúlkur líklegri til að hætta að stama.
Það þýðir að karlmenn eru líklegri til að stama en konur.
Um 75% fólks sem stamar er karlkyns. Rannsóknir halda áfram að kanna hvað veldur þessu.
Við vitum líka að stam hefur ekkert með það að gera hvaðan þú ert.
Fólk af öllum þjóðernum og frá öllum löndum getur stamað.
Þýtt af síðu STAMMA, bresku stam samtakanna – stamma.org.