Síðastliðin 70 ár hefur athygli manna beinst að því að stam liggi í ákveðnum ættum og þáttur erfða skoðaður í því sambandi.
Földinn allur af rannsóknum sýna fram á að stam er ættgengt. Stam erfist ekki á einfaldan hátt og oft getur verið erfitt að sjá hvaða gen eru að verki og hvernig samspil umhverfis og erfða er. í samantekt Blodsteins á rannsóknum á erfðum stams kom í ljós að um einn þriðji til helmingur þeirra sem stama sagðist eiga nákominn áttinga sem stamaði eða hefði stamað (44).
Í rannsókn sem Poulos og Webster gerðu 1991 kom í ljós að þeir sem áttu ekki ættingja sem stömuðu sem höfðu frekar skaddast í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu. (37% á móti 2%) Seider og fl. athugaði hvort að einstaklingar sem stam eltist af gætu hugsanlega verið með stam sem væri skylt eða undirflokkur þess stams sem ekki eltist af einstaklingum.
Hann athugaði 1857 fyrstu gráðu ættinga 388 fullorðina stamara og komst að því að svo var ekki. Yairi og fleiri komust að því í nýrri rannsókn (1996) að það virtist það liggja í ættum hvort stam eltist af einstaklingum eða ekki. þeir skýrðu þetta með því að sama meingenið væri undirliggjandi bæði hjá þeim sem stam eltist af og hjá hinum sem stam eltist ekki af en hjá síðari hópnum gæti önnur gen einnig haft áhrif.
Um 15% af fyrstu gráðu ættingum þeirra sem stama hafa stamað einhvern tíma. Bræður og feður voru í meiri áhættu en mæður og systur . . í rannsókn Ambrose og fleiri þar sem athuguð voru 69 forskólabörn á aldrinum 2-3 ára kom í ljós að það voru um 42 % líkur að þeir sem byrji að stama eigi þeirra nána ættinga sem stama og voru 71% líkur á að þau áttu fjarskyldari ættinga sem stömuðu. Stam virðist vera algengar í ættum þeirra kvenna sem stama.
Tvíburar hafa verið rannsakaðir töluvert með tilliti til stams og hafa niðurstöður rannsókna verið nokkuð misvísandi. . Nelson, Hunter og Walter (1945) athuguðu um 200 tvíbura og af þeim stömuðu um 40 pör. þar af stömuðu báðir tvíburarnir í 9 af 10 eineggja tvíburum en aðeins 2 af 30 tvíeggja tvíburum. Aðrar rannsóknir fundu stam hjá báðum eineggja tvíburum í 83% tilvika en einungis í 11% af tvíeggja tvíburum. Og Howie fann stam í báðum eineggja tvíburum í 63% tilvika en einungis í 19% af tvíeggja tvíburum.
Í nýlegri rannsókn á áströlskum tvíburum þar sem athugaðir voru 4269 pör af tvíburum voru 91 tvíburar þar sem annar eða báðir tvíburarnir stömuðu. 17 af 38 eineggja tvíburarstömuðu báðir en 8 af 53 tvíeggja tvíburum. Eitt eða fleiri gen geta verið að verki. þau geta einnig verið samverkandi við önnur gen.