Hvað er stam?

Hvað er stam?

Hvernig lítur stam út og hljómar?
Hvenær byrjar það og mun það hætta?
Hversu algengt er það?

Lestu um skilgreininguna á stami og fleira hér. 

Skilgreining á stami

Það er kallað stam, þegar talsverð spenna fylgir máltjáningu, sama orðið eða atkvæðið er endurtekið oft, hljóðin eru lengd, eða að viðkomandi festist og kemur engu út í nokkurn tíma. Þá er oft gripið til þess ráðs að geifla sig og gretta eða kippa til höfði og öðrum líkamspörtum eins og til að rykkja í gang.

Þegar svona er komið finnst flestum óþægilegt eða erfitt að tala við þann sem stamar. Stundum líður áheyrandanum miklu verr en þeim sem stamar. Viðmælandinn veit ekki hvernig hann á að haga sér. Fyrir þann sem stamar er best að viðmælandinn gefi sér tíma til að hlusta á hvað hann er að segja.

Stam er dæmi um það hvernig fólk getur talað á ólíkan hátt. 
Einhver sem stamar gæti gert eitt eða fleira af eftirtöldu:

Þetta getur gerst hvenær sem er í setningu.
Allir gera þessa hluti af og til. En fyrir fólk sem stamar gerast þeir oftar, stundum í næstum hvert skipti sem það talar.

Önnur stamhegðun

Ef hún er að erfiða við það að koma út hljóðunum gæti manneskja sem stamar líka:

Stam hvers og eins er einstakt og allir stama á misjafnan hátt. 
Það er eðlilegt að stam sé sveiflukennt. Fólk getur stamað minna suma daga eða við ákveðnar aðstæður og meira í öðrum. Mörgum finnst þeir stama meira þegar þeir eru þreyttir.

Stam er ekki alltaf augljóst

Fólk notar oft ýmsar leiðir til að draga úr stami, stundum eða alltaf. Þetta getur verið vegna neikvæðra viðbragða sem það gæti fengið ef það stamar.

Fólk hugsar kannski fram í tímann og breytir orðum í orð sem það getur sagt. Eða það gæti notað tækni til að stjórna staminu. Þú heyrir það kannski ekki, en það mun leggja hart að sér til að stama ekki.

Fyrir frekari upplýsingar, sjá síðuna Hvað er dulið stam?.

Stam er ekki alltaf augljóst

Hvenær byrjar stam venjulega?

Oftast byrjar stam í æsku, á aldrinum 2-5 ára. Hins vegar getur það byrjað seinna hjá sumum börnum. Það getur stundum byrjað hjá fullorðnum líka.

Hvað stama margir

Að minnsta kosti 1% fullorðinna stamar. Um það bil 8% barna – eitt af hverjum 12 – byrja einhvern tíma að stama. 

Af hverju stamar fólk?

Lestu Hvað veldur stami? til að kynna þér hvað er vitað um það hvers vegna stam byrjar hjá börnum og fullorðnum.

Hættir stam?

Hjá flestum börnum er stam tímabundið. Stam þeirra getur hætt náttúrulega eða í kjölfar stuðnings í gegnum tal- og málþjálfun. 
Sum börn munu halda áfram að stama fram á fullorðinsár. Eins og er getum við ekki sagt til um hvaða börn munu halda áfram að stama og hver munu hætta því. Almennt gildir það að því lengur sem einhver hefur stamað, þeim mun líklegra er að það haldi áfram. En það er engin fulllvissa varðandi það.

Það eru engar skyndilausnir eða lækningar sem munu koma í veg fyrir að fólk stami.

Sjá Er til lækning við stami? fyrir frekari upplýsingar.

En þetta þarf ekki að vera eitthvað til að hafa áhyggjur af!

Af eftirfarandi ástæðum:

Vissir þú að margt frægt fólk stamar, eða stamaði þegar það var yngra?

Meðal þeirra eru Emily Blunt, Ed Sheeran, Bruce Willis, Joe Biden, Rowan Atkinson og Samuel L. Jackson.

Marilyn Monroe, Elvis Presley og Charles Darwin stömuðu líka. 

Emily Blunt
Rowan Atkinson
Ed Sheran

Þýtt af síðu STAMMA, bresku stam samtakanna – stamma.org.

Scroll to Top