Stamfélagið er fyrir fólk sem stamar og aðstandendur þeirra.
Markmið félagsins er að stuðla að umræðu um stam og vera vettvangur fyrir sjálfshjálp. Aðalfundur Stamfélags Íslands var haldinn 7. október 2024. Ný stjórn var kosin á fundinum og er hún þannig skipuð:
Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir – formaður
Brynjar Emil Friðriksson – varaformaður
Harald Kristjánsson
Sveinn Snær Kristjánsson
Þórunn Jóna Þórarinsdóttir
Stjórn félagsins vinnur eftir lögum félagsins og stefnumótun.
Stefnumörkun Stamfélags Íslands
Önnur grein laga félagsins fjallar um tilgang þess. Tilganginum má skipta í þrennt:
a) Að gefa þeim sem stama möguleika á að hjálpa hver öðrum með því að ræða saman í góðu umhverfi og skiptast á skoðunum og reynslu.
b) Að standa vörð um hagsmuni þeirra sem stama gagnvart:
1. yfirvöldum
2. skólum og
3. atvinnulífi
c) Að auka þekkingu þeirra sem stama og annarra á stami, vandamálum þeirra sem stama og meðferðum við stami.
Þessum markmiðum skal ná með eftirfarandi hætti:
a) félagslegi þátturinn
– Aðstoða foreldra barna sem stama við að starfrækja sameiginlegt uppbyggjandi félagsstarf barna sinna.
– Aðstoða unglinga sem stama að mynda félagsleg tengsl við jafnaldra sína.
– Halda fræðslufundi um stam og annað það sem félagsmönnum kemur til góða.
– Með virkri kynningu á alþjóðlega stamdeginum (ISAD) 22.10. ár hvert.
– Með þátttöku í samtökum sem vinna að málefnum sem samrýmast tilgangi félagsins.
– Með því að styrkja félagsmenn til að sækja námskeið og ráðstefnur.
b) hagsmunaþátturinn skiptist í þrennt. Gagnvart:
I. – yfirvöldum eru hagsmunir þeirra sem stam fólgnir í því að fá opinbera aðila til að greiða sem mest af kostnaði við talþjálfun og að bjóða upp á þá talþjálfun, sem hverjum og einum.
II. – skólum og sérstaklega leikskólum eru hagsmunir félagsmanna fólgnir í að o kenna kennurum að umgangast börn sem stama o fá talkennslu sem hæfir hverjum nemanda inn í samfelldan skólatíma.
III. – atvinnulífi felast hagsmunir okkar í að uppfræða stjórnendur um hæfni og hæfileika þeirra sem stama til jafns við aðra í lang flestum störfum.
c) fræðslumál:
– Meginvettvangur fræðslu um stam verður á heimasíðu félagsins.
– Standa fyrir erindum og fræðslufundum fyrir kennara og leikskólakennara þar sem fagmenn og/eða félagsmenn miðla af þekkingu sinni og reynslu.
– Halda fræðslufundi fyrir félagsmenn og aðra um stam, meðferð við stami og bætta líðan þrátt fyrir stam.
– Skrifa í blöð og koma málefnum þeirra sem stama á framfæri við fjölmiðla.
– Gefa út fræðslubækling um stam.