Aðalfundur Málbjargar, félags um stam, verður haldinn mánudaginn 7. október, kl.18:00-19:30. Fundurinn fer fram á 2. hæð á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa hefur stjórn Málbjargar lagt til nafnabreytingu á félaginu. Rökin fyrir því eru tvenns konar. Annars vegar að nafnið Málbjörg er ógagnsætt nafn og hins vegar þykir sumum nafnið barn síns tíma þar eð í nafninu felst að þurfi að bjarga málinu. Það stangast á við viðhorf margra sem stama til stamsins.
Stjórnin leggur til að nýtt nafn verði Stamfélagið.
Tillögur að nýju nafni verða kynntar með tölvupósti ekki síðar en 4. október.
Dagskrá aðalfundar er svohljóðandi:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
3. Lagabreytingar.
– kosið verður um nafnabreytingu á félaginu.
4. Ákvörðun félagsgjalda.
5. Kosning formanns, annarra stjórnarmanna og endurskoðenda.
6. Félagsstarfið næsta starfsár rætt.
7. Önnur mál.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Fundurinn er opinn öllu félagsfólki og hægt verður að skrá sig í félagið með því að senda okkur tölvupóst á malbjorg@stam.is eða á staðnum.