Ár hvert er haldin ráðstefna stamfélaga á Norðurlöndunum. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í Tartu í Eistlandi dagana 6.-9. september. Ennþá eru nokkur pláss laus og hvetjum við félagsmenn og fólk sem stamar til að skrá sig. Málbjörg greiðir ráðstefnugjöld félagsmanna og 75% af kostnaði flugsins. Innifalið í ráðstefnugjöldum er gisting á Soho Hotel þar sem ráðstefnan er haldin og allar máltíðir.
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „The Art of Living“.
Hægt er að skrá sig á þessu eyðublaði: https://forms.gle/qYywozyDFJBSHqM9A
eða með því að hafa samband við félagið á netfangið: malbjorg@stam.is
Þátttakendur leggja út fyrir kostnaði sem félagið endurgreiðir svo að ráðstefnu lokinni. Óskað er eftir því að þátttakendur skili stuttri lýsingu á upplifun sinni af ráðstefnunni eða öðru sem viðkomandi fannst áhugavert.
Það hefur reynst mörgum gefandi og sjálfseflandi að vera í félagsskap fólks sem stamar og þess vegna hvetjum við fólk til að nota þetta tækifæri.
Nordisk er stærsta verkefnið í samstarfi Norðurlandanna. Fyrir nokkrum árum gengu Eystrasaltslöndin inn í þetta samstarf og eru löndin því orðin 10 sem taka þátt í norrænu ráðstefnunni.